Árangur og fleira

Ég er með allt niðrum mig hvað þetta blog varðar.

Nú er dags að segja frá hvað dagana hafa drifið. Það er heldur betur margt búið að gerast hjá okkur stelpunum í Sporthúsinu. Ég fór til Jóns Arnars sem er kírópraktor í sporthúsinu. Það kom í ljós að ég er öll skökk bæði við háls og mjóbak. Gaman að segja frá því að ég fékk það staðfest að ég hef rófubeinsbrotnað þegar ég var yngri - mæli klárlega með þessu.

Eins er búið að vigta okkir allar,ég náði að skafa af mér 6kg á 4 vikum. Ég hef fengið margar fyrirspurnir hvað ég gerði til að ná þessum árangri. Ég er duglega að mæta í ræktina, stundum fer ég 2x á dag.Þá brenni ég um  morgunni og lyfti um kvöldið.Ég hef líka tekið matarræðið föstum tökum, reyni að borða 6x yfir daginn.Hvað er ég að borða? Ég borða mikið af próteini eins og fisk og kjúkling skyr salat með nautakjöti og kjúkling.Í millimál fæ ég mér t.d hnetur, 2x egg, hámark og ýmsa ávexi.

Í næstu viku er vigtum númer 2 - það verður spennandi!!!

Ég á það til að vera svolítið einsleit í matarræðinu, hef ég verið dugleg núna síðustu daga að reyna gera mér eitthvað grinilegt að borða og breyta aðeins út af vananum.

Það er ótrúlega gaman að taka þátt í þessu verkefni, finnst ótrúlega gaman hva margir eru að fylgjast með okkur.Bæði fólk sem ég þekki og þekki ekki og hvetja mann áfram.Þykir væntum það.Til að ná sínum markmiðum þarf maður að leggja á sig, eins og við vitum öll, þá gerast hlutirnir ekki að sjálfum sér. Þetta er vinna og aftur vinna. Maður þarf að hafa hausinn skrúfaðan rétt og halda fókus. Þannig næ ég árangri.

Það er haldið vel utan um hópinn af Lilju þjálfara okkar. Hún er farin að þyngja heldur betur æfingarnar hjá okkur, sem er frábært.Þetta enda kannski bara á því að ég eigi eftir að keppa í fitness (djók)

Einhvern vegin finnst mér að allir eigi að fá þetta tækifæri sem við stelpurnar í sporthúsinu erum að fá og upplifa. 

Ást&friður  


Allt að gerast

Núna erum við búinar að vera í þessu prógrammi í 11 daga og ég er enn á lífi. Allt gengur vel, búnar að prufa ýmislegt í sporthúsinu. Líst svakalega vel á þessa líkamsræktarstöð. það er allt í boði þarna.

Ég er heldur betur búin að taka til í matarræðinu hjá mér. Búin að henda út það sem ég hélt að ég elskaði ofsa mikið, já við erum að tala um Cola light.Fór ekki í gegnum daginn nema drekka nokkrar dósir.Það fór varla annar vökvi inní mig nema cola light. Nú er ég ekki búin að drekka það í 10 daga og líður velmeð það.Í alvöru hélt ég að ég mundi fara í fráhvarf, en svo er ekki eins og er. 

Eins er ég búin að snúa við öllum matarvenjum hér á heimilinu.Var örsjaldan með fisk, núna er búin að vera fiskur 3x í viku. Mikið um salöt og kjúkling.Ég reyni að borða á 3ja - 4ja tíma fresti. Þar reynst mér stundum erfitt, þar sem ég á það til að gleyma að borða millimálin. Ætla að reyna bæta það.

Ég er að fíla þennan lísstíl í botn, er svo þakklát fyrir að hafa verið valin í þetta skemmtilega verkefni. Árangurinn er fjótur að sjást, bæði finn ég mun á fötunum mínum (ekki leiðinlegt) eins sef ég betur og líður vel á eign skinni.

 

 

 

 

 

 


Þeir skora sem þora

Fyrirsögin á vel við þetta ferðlag sem er þegar hafið. Lífstílsbreying smartlands og sporthúsins. Ég er frekar mikill prívat manneskja þannig. Þetta er heldur betur út fyrir minn þægindarammann.

Ég hef því ákveðið að fara all in í þetta verkefni. Vera einlæg og vera ég sjálf. Ég er týpan sem byrja í ræktinni og fer oft og geri mikið. Í þetta skipti ætla ég að fara skynsömuleiðina og gera þetta að lífstíl og láta hreyingu festast í sessi.

Þegar ég mættti í sporthúsið þá tók Kolbún Pálína,Marta María og Lilja Þjálfarin okkar vel á móti okkur. Fann strax að þetta á eftir að vera skemmtilegir tímar framundan. Hópurinn er frábær. Ég er semsagt búin að æfa alla vikuna.Líkaminn er undilagður af harðsperrum t.d. get ég ekki sest á klósettið, þarf meira svona að hlamma mér niður og tek inn bólgueyðndi lyf.

Ég get ekki annað en hlakka til þessara tíma og NJÓTA þessara stundar í botn. Þangað til næst! Erla B H


Um bloggið

Erla Björk Hjartardóttir

Höfundur

Erla Björk Hjartardóttir
Erla Björk Hjartardóttir
44 ára stelpu/kona úr Hafnarfirði. Sem ætlar að blogga um leiðina að breyttum lífstíl og allt þar á milli.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband